Vaktareiknir
Vaktareiknirinn gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum kerfisbreytinga í vaktavinnu sem taka gildi 1. maí 2021 á vinnumagn og laun útfrá fyrirliggjandi forsendum hvers og eins.
Í fyrsta skrefi eru slegnar inn vaktir sem ná yfir einn mánuð (4-5 vikur)
- Til að fá sem besta mynd af því hvað breytingarnar hafa í för með sér er mikilvægt að notast við hefðbundið vaktaskipulag.
- Fjöldi vinnustunda skv. vaktskrá verður að vera í samræmi við vinnuskyldu samkvæmt starfshlutfalli ef reiknirinn á að gefa góða mynd af breytingum á kjörum.
Í skrefi tvö þarft þú að velja stéttarfélag, launagreiðanda, starfshlutfall, launaflokk og þrep (sjá launaseðil). Ef rétt er valið birtast tvær töflur fyrir þá sem eru í 100% starfi en þrjár fyrir þá sem eru í hlutastarfi. Fyrsta taflan sýnir launamyndun og vinnumagn skv. núgildandi kerfi. Næsta tafla sýnir launamyndun og vinnumagn eftir kerfisbreytingu skv. núverandi launatöflu og í sama starfshlutfalli og áður. Hjá þeim sem er í hlutastarfi birtist þriðja taflan en hún sýnir launamyndun ef starfsmaður hækkar starfshlutfall sitt og vinnur sama vinnumagn og áður.
Vaktareiknirinn býður jafnframt upp á að bera saman núverandi vinnufyrirkomulag og laun við nýtt og breytt fyrirkomulag í nýrri launatöflu þegar kerfisbreytingin tekur gildi.
Fyrirvari: Reiknilíkanið er sett upp til að gefa mynd af því hvaða breytingar nýtt vinnufyrirkomulag getur haft á kjör vaktavinnufólks en það kann að vera að líkanið sýni ekki endanlega niðurstöðu.
Upplýsingar sem reiknilíkanið birtir eru samkvæmt bestu vitund á hverjum tíma en ekki er hægt að ábyrgjast að upplýsingarnar séu allar réttar.