Betri vinnutími

Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutíma náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum 2020.

Markmið styttingar vinnutímans er að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs. Styttingin hefur einnig það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu og auka skilvirkni og þjónustu. Hún byggir á gagnkvæmum sveigjanleika og getur þannig stuðlað að bættum lífskjörum.

Útfærslan á styttingu vinnutíma verður með ólíkum hætti eftir því hvort fólk vinnur í hefðbundinni dagvinnu eða vaktavinnu.

Á þessum vef er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnumanna sem verða útfærðar á hverri stofnun fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnumanna.

Hér verður einnig leitast við að svara helstu spurningum og veita leiðbeiningar um framkvæmd breytinganna sem eiga að leiða til betri vinnutíma.

Betri vinnutími

dagvinnufólks

Bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma er meðal helstu markmiða styttingar vinnutíma. Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er samtal um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. Útfærslan tekur mið af starfsemi stofnunar og getur því verið með ólíkum hætti milli stofnana.

Kynntu þér málið

Betri vinnutími

vaktavinnufólks

Samið var um umfangsmiklar breytingar á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu til að bæta starfsumhverfi starfsfólks og stjórnenda.

Markmið breytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og er þeim ætlað að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Þá eiga þær að auka stöðugleika í mönnun, draga úr þörf fyrir yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.

Kynntu þér málið