Dagvinna

Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir.

Við hámarks styttingu (4 stundir) verður grein 3.1 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili óvirk. Við lágmarks styttingu (13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku) haldast matar- og kaffitímar óbreyttir samkvæmt kjarasamningi.

Upplýsingar um breytingu á vinnutíma dagvinnufólks er að finna í fylgiskjali 1 þeirra stéttarfélaga sem sömdu um slíkt. Hér má sjá fylgiskjal BSRB. Athugið að orðalag kann að vera lítillega frábrugðið á milli samninga.

Kynning: Betri vinnutími dagvinnufólks

 

Glærur