02.11.20

Betri vinnutími er umbótaverkefni í starfsemi hins opinbera

Í frétt sem birtist á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 30. október sl. er farið yfir áherslur stjórnvalda í umbótum til næstu ára eins og þær birtast í fjármálaáætlun 2021-2025. Þar er sérstaklega fjallað um umbótasamtölin sem eru nauðsynlegur hluti innleiðingar betri vinnutíma. Markmið samtalanna er að stjórnendur og starfsfólk leiti í sameiningu leiða til að gera starfsemi stofnana skilvirkari og bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu. Ávinningurinn er sameiginlegur starfsfólki og stjórnendum. Áhersla á umhverfi stöðugra umbóta er hvatinn að umbótasamtölum og þess vænst að þau hvetji til  framþróunar í vinnustaðamenningu ríkisins.
  - mynd
Fara í áskrift