Betri vinnutími

Helstu breytingar á dagvinnu

Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir.

Við hámarks styttingu (4 stundir) verður grein 1.3 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili óvirk. Við lágmarks styttingu (13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku) haldast matar- og kaffitímar óbreyttir samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar má nálgast í skjali sem er hentugt til útprentunar og einnig hér að neðan. 

Betri vinnutími

Markmið styttingu vinnuvikunnar er að bæta vinnustaðamenningu og nýtingu vinnutíma. Með umbótasamtali má auka skilvirkni, bæta þjónustu og tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika starfsfólks og stofnana sem og samræmingu fölskyldu- og atvinnulífs.

Betri vinnutími kemur öllum til góða: Starfsfólki, stjórnendum og almenningi.

Þar sem stofnanir ríkisins gegna ólíku hlutverki og hafa á að skipa fölbreyttu starfsfólki, er betra að viðræður um skipulag vinnutíma fari fram á stofnunum og jafnvel á skipulagseiningum milli starfsfólks og stjórnenda. 

Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að fórar klukkustundir á viku þannig að vinnuvikan verður 36 virkar vinnustundir. Vikuleg viðvera getur verið önnur og útfærsla styttingarinnar verður ákveðin í umbótasamtali innan hverrar stofnunar og/eða skipulagseiningar. Athugið að ekki er samið um útfærslur fyrir hvern starfsmann fyrir sig.

Samvinna

Mikilvægt er að traust ríki á milli starfsfólks og stjórnenda um að breytt vinnutilhögun með styttri vinnuviku komi til með að halda eftir umbótasamtal og að allir aðilar tileinki sér þá nýju starfshætti sem samið hefur verið um. 

Forsenda styttingar er ávallt samtal um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. Lágmarks stytting er 13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku og þá haldast hlé samkvæmt kjarasamningi óbreytt.

Jafnvægi

Til að ná fram hámarks styttingu, þ.e. 4 stundum á viku, verður grein 3.1 um matar- og kaftíma á dagvinnutímabili óvirk, þ.e. gert er ráð fyrir að starfsfólk geti matast en ekki er um formleg hlé í skilningi kjarasamnings að ræða, en tryggja þarf tækifæri til að nærast þó ekki sé um skipulögð hlé að ræða.

Kjarasamningurinn kemur ekki til viðbótar umsömdum sveigjanleika eða annarri útfærslu vinnutíma sem þegar er við lýði á stofnunum. Fyrir vikið getur niðurstaða samtals verið á þá leið að núverandi vinnufyrirkomulag henti best miðað við ofangreindar forsendur, að því marki sem skipulagið samræmist ákvæðum kjarasamnings.

Skýringar á myndmáli

 

 

Útfærslur á styttingu vinnuvikunnar

Útfærsla á styttingu vinnuvikunnar er í höndum stjórnenda og starfsfólks stofnana. Þær útfærslur geta verið á ýmsan hátt. Ógjörningur er að útbúa dæmi um hvert og eitt tilvik fyrir sig, því eru hér sett fram dæmi um leiðir að útfærslum sem hafa má til hliðsjónar við útfærslu á hverjum vinnustað fyrir sig. 

Dæmi 1

Stytting án breytinga á hléum

Hér er sýnd útfærsla á lágmarksstyttingu, sem er 13 mínútur á dag. Með samkomulagi stjórnenda og starfsfólks er hægt að útfæra styttinguna á fölbreyttan hátt. Þannig eru dæmi um styttingu einu sinni í viku eða á hálfs mánaðar fresti en einnig er sýndur sá möguleiki að safna upp í lengra frí með reglubundnum hætti. Á myndunum eru sýndir stakir dagar, vikur og heilir mánuðir sem dæmi. Eins og mánaðaryfirlitið sýnir (glæra 1.5) þá má taka út uppsafnað frí á hvaða degi sem hentar starfsfólki og starfsemi stofnunar. 

Stytting á hverjum degi

 

stytting á hverjum degi

 

Stytting einu sinni í viku 1

 

Stytting einu sinni í viku 1

 

 

Stytting einu sinni í viku 2

 

Stytting einu sinni í viku 2
 

Stytting einn dag, aðra hvora viku 1

 

Stytting einu sinni í viku 3

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku 2

 

1.5Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Dæmi 2

Stytting og breyting á hléum

Hér er sýnt hvernig hægt er að ná fram meiri styttingu með því að útfæra hlé sem er á forræði starfsmanna á annan hátt en segir í kjarasamningi (gr. 3.1 um matar- og kafftíma í dagvinnu). Með því að stytta hlé sem þar er fjallað um úr 35 mínútum í til dæmis 20 mínútur alla virka daga styttist hver dagur um 28 mínútur. Dæmin hér sýna bæði daglega styttingu, uppsafnaða styttingu einu sinni í viku og tvisvar í mánuði. Athugið að þessi stytting er einungis eitt dæmi af útfærslum. 

Stytting á hverjum degi

 

Stytting á hverjum degi

 

Stytting einu sinni í viku 

 

Stytting einu sinni í viku

 

Stytting einu sinni í viku 

 

Stytting einu sinni í viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku 

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Dæmi 3 

Stytting og hlé útfærð á stofnun 

Hér er sýnt dæmi um ítrustu styttingu eða um fjórar klukkustundir á viku. Hér er gr. 3.1 óvirk og hlé þar af leiðandi ekki á forræði starfsmanna, viðvera er samfelld. Líkt og í fyrri dæmum er styttingin sýnd fyrir daglega styttingu, einu sinni í viku og aðra hverja viku. Á lokaglæru má sjá möguleikann á að taka út uppsafnað frí á klemmudögum. 

Stytting á hverjum degi

 

Stytting á hverjum degi

 

Stytting einu sinni í viku

 

Stytting einu sinni í viku

 

Stytting einu sinni í viku 

 

Stytting einu sinni í viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku um 480 mínútur 

 

Stytting einn dag, aðra hvora viku um 480 mínútur

 

Uppsöfnun nýtt á annan hátt 

 

Uppsöfnun nýtt á annan hátt