01.12.20

Fyrirlestrar fyrir starfsfólk og stjórnendur

Fjórir stuttir fyrirlestrar fyrir starfsfólk og stjórnendur eru komnir í loftið. 

Markmið með fyrirlestrunum er að hvetja starfsfólk og stjórnendur til að nýta tækifærið sem betri vinnutími gefur okkur. Breytingarnar sem verða á vinnutíma, með betri vinnutíma, eru þær mestu síðastliðin 50 ár. Í ljósi þess er mikilvægt að allir horfi inn á við, hugi að því hvernig núverandi kerfi er uppbyggt og hvar tækifæri eru til að gera betur öllum til hagsbóta. 

Hver og einn fyrirlestur er um 11-16 mínútur og við hvetjum ykkur til þess að horfa.   

Betri nýting vinnutíma - Ingrid Kuhlman Þekkingarmiðlun

Hröðun breytinga og undirliggjandi áhrifaþættir - Gestur Pálmason Complete

Hamingja@vinnustað - Maríanna Magnúsdóttir Maninó

Umbætur og ávinningur þeirra - Ásdís Kristinsdóttir Gemba ráðgjöf og þjálfun

Þrautseigja - Sigríður Hulda Jónsdóttir SHJ ráðgjöf

Fyrirlestrar fyrir starfsfólk og stjórnendur - mynd
Fara í áskrift