01.10.20

Vaktareiknir fyrir vaktavinnustarfsfólk

Svokallaður vaktareiknir gefur vaktavinnustarfsfólki kost á að sjá áhrif kerfisbreytinga í vaktavinnu sem taka gildi 1. maí 2021.

Vaktareiknir er fyrir:

  • Vaktavinnustarfsfólk – Starfsfólk sem vinnur reglubundið utan dagvinnutíma.
  • Starfsfólki í hlutastarfi – Gefa starfsfólki í hlutastarfi kost á að sjá hver hækkun launa getur orðið ef starfsmaður vinnur óbreyttan fjölda klukkustunda. T.d. starfsmaður sem er í 70% starfi og vinnur áfram 122 klst. á mánuði.

Hvernig á að nota vaktareikni:

  1. Slegið er inn vöktum sem ná yfir einn mánuð (4-5 vikur í senn).

    • Gott er að nota vaktaplan/vaktaskýrslu sem til er og nær yfir 4-5 vikur.
    • Fjöldi stunda á vaktaplani þarf að passa við starfshlutfall. Miða skal við að fjöldi stunda fyrir starfsmann í fullu starfi sé 173-176 klst. á mánuði.
  2. Velja þarf stéttarfélag, launagreiðanda, starfshlutfall, launaflokk og þrep.

    • Gott er að skoða síðasta launaseðil til að sjá þessar upplýsingar.
    • Taflan sem birtist sýnir launasamsetningu fyrir og eftir miðað við þær vaktir sem settar voru inn.
    • Þær breytur sem sérstaklega er ráðlagt að horfa á eru:
      1. Vaktahvati
      2. Stytting v/vægi vakta
      3. Vinnuframlag
      4. Fjöldi vakta
      5. Meðaltímakaup
      6. Heildarlaun

 

Ath. að vaktareiknir er í stöðugri þróun.

Fara í áskrift