05.11.20

Umbótasamtal - handrit fyrir stjórnendur á vaktavinnustöðum

Markmið fundarins (umbótasamtalsins) er að sjá umbótatækifæri í nærumhverfi og fá hugmyndir og tillögur frá starfsfólki að því sem betur má fara með það að leiðarljósi að bæta starfsumhverfi og þjónustu. Aðkoma starfsfólks er nauðsynleg því það þekkir störfin best og veit hvað má gera öðruvísi,hverju þarf helst að breyta og hverju má hætta.

Í umbótasamtali vinna starfsfólk og stjórnendur saman að því að skilgreina tilgang og markmið þjónustu á hverjum vinnustað og finna leiðir til þess að bæta vinnustaðamenningu, starfsumhverfi og betri nýtingu vinnutíma með styttingu í huga.

Handrit af umbótasamtali fyrir stjórnendur er ætlað til að styðja stjórnandann, skref fyrir skref, í að halda fund og umbótasamtal með það að markmiði að stuðla að gagnsæi og skilvirkri innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu öllum til heilla. 

  - mynd
Fara í áskrift