22.11.20
Þekkir þú áhrif hvíldartímalöggjafar á vinnutíma?
Reglur um hvíldartíma eiga uppruna sinn í Evróputilskipun. Reglurnar má finna í vinnuverndarlögum og í öllum kjarasamningum.
Hvíldartímalöggjöf er sett fram með hagsmuni starfsfólks að leiðarljósi og segir til um hvernig skipuleggja á vaktavinnu. Í henni fellst meðal annars að:
- Skipuleggja á vaktir þannig að 11 klst. hvíld náist milli vakta.
- Hámarksvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, skal ekki fara umfram 48 klst.
- Skipuleggja skal 35 klst. samfellda hvíld á viku.
Eftir að betri vinnutími í vaktavinnu hefur tekið gildi, hinn 1. maí næstkomandi, er auðvelt að uppfylla hvíldartímareglur með öryggi starfsfólks og þjónustuþega að leiðarljósi.
Mikilvægt er að allt starfsfólk og stjórnendur þekki hvíldartímalöggjöfina vel og kynni sér myndabandið ,,Vinnutími og hvíldartímareglur".