21.12.20
Betri vinnutími í vaktavinnu byggir á rannsóknum
Vísindamenn hafa lengi rannsakað áhrif vinnutíma á starfsfólk. Þekkingunni á áhrifum vinnutíma á öryggi, heilsu og jafnvægi vinnu og einkalífs hefur fleygt fram á undanförnum árum.
Við gerð fylgiskjals, sem betri vinnutími í vaktavinnu byggir á, var rýnt í fjölda rannsókna á áhrifum vinnutíma á starfsfólk. Kerfisbreytingin í heild sinni tekur mið af þeim ráðleggingum sem gefnar eru frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), rannsóknarsetrum í Skandinavíu og víðar.