29.01.21

Ert þú að koma nýr að betri vinnutíma í vaktavinnu?

Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um miklar breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks.

Breytingarnar taka gildi 1. maí 2021.

Vinnutími vaktavinnufólks styttist úr 40 í 36 virkar stundir á viku eða úr 173,33 í 156 klukkustundir að meðaltali á mánuði. Markmið breytinganna er að bæta starfsumhverfi og launamyndun vaktavinnufólks. Viðbótarstytting í allt að 32 virkar vinnustundir er möguleg og grundvallast á mismunandi vægi vinnustunda. Í nýju launamyndunarkerfi fjölgar vaktaálagsflokkum og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta. Breytingarnar eru til þess fallnar að auka möguleika vaktavinnufólks til að vinna hærra starfshlutfall en áður og hækka þannig tekjur sínar. Þá hefur starfsfólki í hlutastarfi verið boðin hækkun á starfshlutfalli.

Hvað er betri vinnutími í vaktavinnu?

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan og horfa á myndbandið færðu svörin við því helsta á aðeins tveimur mínútum: Betri vinnutími vaktavinnufólks á aðeins tveimur mínútum (betrivinnutimi.is).

Hvað er umbótasamtal og af hverju er það mikilvægt á innleiðingartíma betri vinnutíma í vaktavinnu?

Með því að smella hér á Umbótasamtal fyrir betri vinnutíma færðu svör við því helsta varðandi umbótarsamtal.

Ferli innleiðinga í rúmlega átta skrefum má lesa hér .

Við ráðleggjum öllu starfsfólki og stjórnendum að skoða fræðsluefni og myndbönd sem búin hafa verið til vegna betri vinnutíma í vaktavinnu og eiga að varpa ljósi á markmið, leiðarljós og ávinning breytinganna https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/fraedsluefni/.

Er eitthvað óljóst?

Smelltu á slóðina og fáðu svör við algengum spurningum beint í æð!

https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/spurt-og-svarad/

Betri vinnutími í vaktarvinnu er með „like“ facebook síðu. Þar eru nýjustu og helstu upplýsingum tengt betri vinnutíma deilt. Hér er linkur á facebook síðu betri vinnutími í vaktarvinnu.

  - mynd
Fara í áskrift