22.03.21

Nýjar spurningar og svör í Spurt og svarað

Nýjum spurningum og svörum við þeim hefur verið bætt við í Spurt og svarað undir heitinu ,,Nýjar spurningar - mars 2021. 

Spurningarnar hafa komið upp á fundum verkefnastjórnar með annars vegar launafólki og hins vegar launagreiðendum eða í gegnum fyrirspurnir á [email protected].  

Eftirfarandi spurningar eru undir flokknum ,,Nýjar spurningar - mars 2021":

  • Hvað þýðir staða vinnuskila?
  • Hvað gerist ef vinnuskil passa ekki og unnar eru of margar klst. á ákveðnu tímabili? Munu vaktakerfin halda utan um það og hvernig?
  • Hvernig teljast sérstakir frídagar og stórhátíðardagar upp í vaktahvata?
  • Hvernig telst orlofsdagur upp í vaktahvata?
  • Get ég fengið vaktahvata í orlofi?
  • Hvernig greiðist vaktahvati fyrir tímabilið 1.-15. maí?
  • Hvernig breytist bakvaktaálag í nýja kerfinu?

 

Nýjar spurningar og svör í Spurt og svarað - mynd
Fara í áskrift