08.04.21

Hefur þú fengið senda viðhorfskönnun frá Gallup?

Um þessar mundir er verið að gera mestu breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma opinberra starfsmanna í áratugi undir yfirskriftinni „Betri vinnutími“. 

Samtök launfólks* og opinberir launagreiðendur** hafa tekið höndum saman um að mæla viðhorf til og árangur verkefnisins. 

Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og bæta samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu.

Skoðun starfsfólks á þessum breytingum skipta miklu máli fyrir þróun og áframhald verkefnisins „Betri vinnutími“. Þitt svar skiptir því miklu máli.

*ASÍ, BHM, BSRB og Fíh

**Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Upplýsingar

Hér má finna allar upplýsingar um betri vinnutíma í vaktavinnu (slóð).

Til að svara könnuninni smellir þú á slóðina sem þú fékkst senda í tölvupósti.

Gallup annast alla gagnavinnslu og framkvæmd könnunarinnar (Gallup er vinnsluaðili). Gallup fer með öll svör sem trúnaðarmál. Sjá persónuverndarstefnu Gallup hér (slóð).

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við:

Tómas Bjarnason, Gallup ([email protected])

Karl Sigurðsson, BSRB ([email protected]

Hefur þú fengið senda viðhorfskönnun frá Gallup? - mynd
Fara í áskrift