09.11.21
Hvernig breytast laun vegna sérstakra frídaga hjá þeim sem höfðu bætingu?
Þeir sem áður höfðu bætingu fá nú jöfnun vinnuskila vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga sem bera uppá virkan dag (nemur um 3,5-4% starfshlutfalli).
Breytingin felur í sér minnkun á vinnuskilum sem kemur til viðbótar við grunnstyttingu vinnuviku (40 í 36 klst.) og vægi vinnuskyldustunda.
Breytingin á við hvort sem dagarnir eru unnir eða ekki og þarf að huga að þegar starfshlutfall er ákveðið.
Í stað stórhátíðarálags/yfirvinnu (ef rauður dagur var unninn) eða yfirvinnu (ef ekki var unnið) er greitt vaktaálag samkvæmt Fylgiskjali 2/3 eftir því á hvaða dögum er unnið.
Frídagar greiðast með eftirfarandi hætti:
- Sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08
- Stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi eins og áður að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi.
Breytingin felur í sér að árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum verður að jafnaði sú sama og hjá dagvinnufólki. Áður vann vaktavinnufólk á bætingu umfram vinnuskyldu dagvinnufólks og fengu því greitt með yfirvinnu eða stórhátíðarkaupi.
Þannig lækkar vinnuskylda vaktavinnufólks miðað við fullt starf um 7,2 vinnuskyldustundir vegna hvers sérstaks frídags og stórhátíðardags sem falla til á mánudegi til föstudags og að meðaltali jafngildir það um 3,5% - 4,24 % starfshlutfalli á mánuði á ársgrundvelli.
Dæmi
- Laun miða við 400.000 kr. grunnlaunataxta.
- Föstudagurinn langi er alltaf stórhátíðardagur og ber upp á föstudag.
- Annar í jólum er alltaf sérstakur frídagur. Hann lendir ýmist á virkum degi og helgi. Minnkun á vinnuskyldu hefur mismunandi áhrif eftir því hvort dagur lendi á virkum degi eða helgi.