09.11.21

Hvernig breytast launin við vinnu á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum hjá þeim sem áður höfðu helgidagafrí?

Vaktaálag er ýmist sambærilegt eða hærra.

Frí er tekið jafn óðum og leiðir til minni vinnuskila (um 3,5-4% starfshlutfall á mánuði). Áfram er heimilt að safna upp dögum til úttektar síðar sbr. texta kjarasamnings.

,,Starfsmaður getur óskað eftir því að safna upp vinnuskilum vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Óski starfsmaður eftir því skal hann tilkynna yfirmanni sínum það fyrir framlagningu vaktskrár þegar ávinnsla á sér stað. Geri hann það safnast upp tímar í vinnuskilum og starfsmaður vinnur umfram vinnuskyldu. Yfirmanni er skylt að verða við óskum starfsmanns enda verði því viðkomið vegna starfsemi stofnunar. „

Frídagar greiðast með eftirfarandi hætti:

  • Sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08
  • Stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi eins og áður að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi. 

Dæmi

  • Laun miða við 400.000 kr. grunnlaunataxta.
  • Föstudagurinn langi er alltaf stórhátíðardagur og ber upp á föstudag.
  • Annar í jólum er alltaf sérstakur frídagur. Hann lendir ýmist á virkum degi og helgi. Minnkun á vinnuskyldu hefur mismunandi áhrif eftir því hvort dagur lendi á virkum degi eða helgi.

 

Hvernig breytast launin við vinnu á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum hjá þeim sem áður höfðu helgidagafrí? - mynd
Fara í áskrift