23.11.21

Upprifjunarnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu og Starfsmennt bjóða upp á upprifjunarnámskeið fyrir starfsfólk um breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks hjá opinberum launagreiðendum og tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. 

Námskeiðin eru ætluð starfsfólki sem vinnur vaktavinnu hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Á námskeiðunum verður m.a. farið yfir markmið, leiðarljós og forsendur betri vinnutíma í vaktavinnu, virkni kerfisins og eftirfylgni nú þegar um 6 mánaða reynsla er komin. 

 

Námskeiðin eru eftirfarandi daga:

8. desember kl. 9.30-11.

9. desember kl. 14-15.30.

 

Skráning fer fram á vef Starfsmenntar (hlekkur á skráningu). 

Upprifjunarnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu - mynd
Fara í áskrift