27.12.23
Breytingar á fylgiskjali 2
Þær breytingar á vaktavinnu sem tóku gildi 1. maí 2021 byggja á fylgiskjali 2 í kjarasamningum þeirra stéttarfélaga sem sömdu um slíkt. Í kjarasamningum 2023 voru gerðar breytingar á ákvæðum um vaktahvata og stórhátíðarálag.
Vaktahvati greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnutímaskyldu. Í fylgiskjali 2 er að finna töflu yfir vaktahvata en hún breytist þannig að hvatinn fyrir 17 mætingar á þrjár tegundir vakta og 15 mætingar á fjórar tegundir vakta fer úr 7,5% í 10% og vaktahvati fyrir 16 mætingar á fjórar tegundir vakta fer úr 10% í 12,5%.
Gulum reitum var breytt.
Stórhátíðarálag var hækkað úr 90% í 120% og álag milli 16 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag var hækkað úr 120% í 165%.