Vaktareiknir

Vaktareiknirinn gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum kerfisbreytinga í vaktavinnu sem taka gildi 1. maí 2021 á vinnumagn og laun útfrá fyrirliggjandi forsendum hvers og eins.

Í fyrsta skrefi eru slegið inn það starfshlutfall sem starfsfólk verður í frá 1. maí 2021 ásamt vöktum sem ná yfir eitt launatímabil / einn mánuð.

Nokkur atriðið sem hafa ber í huga við notkun vaktareiknisins þannig að hann gefi sem besta mynd af áhrifum kerfisbreytinganna á laun eru:

  • Fjöldi vakta og vinnustunda sem er sett inn þarf að taka mið af fyrirhuguðu starfshlutfalli frá 1. maí 2021 og vaktaskipulagi á einu launatímabili / einum mánuði.  Meðallengd mánaðar er 4,33 vikur og vinnuskylda starfsfólks í 100% starfi er 156 stundir án vægi vinnuskyldustunda.
  • Vaktareiknirinn gerir ráð fyrir að vakt byrji á heila eða hálfa tímanum. Dæmi um vakt sem byrjar á hálfa eða heila tímanum er vakt sem hefst annað hvort kl. 08 eða 08.30 og endar ýmist kl. 16 eða 16.30.
  • Tvær tölur birtast undir hverri vakt. Sú efri er lengd vaktar sem telst upp í vinnuframlag, sú neðri er fjöldi stunda sem telst upp í vinnuskil a.t.t. vægi vinnuskyldustunda.
  • Þegar fyllt er út í vaktaskipulagið sem taka á mið af er hægt að sjá upplýsingar um fjölda vakta, vinnuframlag og stöðu í vinnuskilum neðst á síðunni.  Gert er ráð fyrir að staða vinnuskila sé +/- 8 klst. til að hægt sé að fara yfir á næsta skref og sjá niðurstöðu launaútreikninga.

Í skrefi tvö þarft þú að velja stéttarfélag, launagreiðanda, launaflokk og þrep (sjá launaseðil). Þegar það hefur verið valið birtist niðurstöðutafla sem sýnir launamyndun og vinnumagn m.v. þær forsendur sem voru settar inn í fyrri glugga þ.e. starfshlutfall og vaktaskipulag starfsmanns.

Vaktareiknirinn gefur þannig glögga mynd af bæði vinnumagni og launum starfsfólks eftir 1. maí 2021, þegar kerfisbreytingin hefur tekið gildi.  Ath. niðurstaðan sýnir eingöngu þá þætti í launaforsendum sem hafa með kerfisbreytinguna að gera.  Aðrar launaforsendur sem starfsfólk kann að búa yfir kunna að haldast óbreyttar eða breytast á öðrum forsendum en vegna vinnutímabreytinga. 

Fyrirvari: Reiknilíkanið er sett upp til að gefa mynd af því hvaða breytingar nýtt vinnufyrirkomulag getur haft á kjör vaktavinnufólks. Það kann að vera að líkanið sýni ekki endanlega niðurstöðu enda vinnufyrirkomulag oft breytilegt eða ekki nákvæmlega eins á milli mánaða.

Upplýsingar sem reiknilíkanið birtir eru samkvæmt bestu vitund á hverjum tíma en ekki er hægt að ábyrgjast að upplýsingarnar séu allar réttar.