Vaktavinna

Jöfnun vinnuskila

Árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Jöfnun vinnuskila kemur í stað helgidagafrís og bætingar.

 

 

Með öðrum orðum verður vinnuskylda sú sama hjá vaktavinnufólki og dagvinnufólki á viku og mánuði að teknu tilliti til sérstakra frídaga og stórhátíðardaga sem bera upp á virkan dag.

Tökum dæmi um dymbilviku. Í núverandi kerfi er vinnuskylda dagvinnufólks, í fullu starfi, í dymbilviku 24 klst. og dragast frá 40 klst. vinnuviku skírdagur og föstudagurinn langi. Vinnuskylda vaktavinnufólks, í fullu starfi, er hins vegar 40 klst. í núverandi kerfi. Eftir kerfisbreytinguna verður vinnuskylda dagvinnufólks og vaktavinnufólks í dymbilviku sú sama, eða 24 klst. 

Á síðunni Spurt og svarað eru ýmsar spurningar um jöfnun vinnuskila.