Vaktavinna

Vægi vinnustunda

Vinnuskyldustundir vaktavinnufólks utan dagvinnumarka samkvæmt skipulagðri vaktskrá og innan vinnuskyldu hafa ólíkt vægi við útreikning vinnuskila. Þannig hafa vaktir sem unnar eru á kvöldin virka daga og á morgun og kvöldvöktum um helgar stuðulinn 1,05 og næturvaktir stuðulinn 1,2. Stuðullinn 1,05 þýðir að fyrir hverja klukkustund sem unnin er reiknast 63 mínútur í vinnuskil en 72 minútur fyrir unna klukkustund með stuðulinn 1,2. 

Vinnuskil vaktavinnufólks í fullu starfi geta farið í allt að 32 vinnustundir að jafnaði.


 

Á síðunni Spurt og svarað eru ýmsar spurningar um vægi vinnuskyldustunda.