19.10.20
Innleiðing betri vinnutíma í dagvinnu í 8 skrefum
Til að auðvelda starfsfólki og stjórnendum vinnuna við innleiðingu betri vinnutíma samkvæmt fylgiskjali 1 hefur verið útbúinn ferill í 8 skrefum. Forstöðumaður setur ferlið af stað, í næsta skrefi undirbýr vinnutímanefnd verkefnið með upplýsingaöflun og greiningu, í því þriðja er fjallað um umbótasamtalið sem er nauðsynleg forsenda vel heppnaðra breytinga á vinnutíma og svo koll af kolli þar til breytingar á vinnutíma taka gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.
- 8 skrefa ferli við innleiðingu lýst
- Leiðbeiningar fyrir umbótasamtalið og þau atriði sem þarf að ræða