09.11.21

Hvað er jöfnun vinnuskila?

Jöfnun vinnuskila er hluti af kerfisbreytingunni sem fellst í betri vinnutíma í vaktavinnu og hófst þann 1. maí síðastliðinn.

Með jöfnun vinnuskila er árlega vinnuskyldu vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum jöfnuð við árlega vinnuskyldu dagvinnufólks. Þannig lækkar vinnuskylda vaktavinnufólks miðað við fullt starf um 7,2 vinnuskyldustundir vegna hvers sérstaks frídags og stórhátíðardags sem falla til á mánudegi til föstudags. Aðfangadagur og gamlársdagur eru með sérstöðu, en þá daga lækkar vinnuskylda um 3,6 klukkustundir fyrir hvorn dag miðað við fullt starf (vinnuskylda er eingöngu milli kl. 8 og 12 þessa daga). Gerist það óháð því hvort dagurinn sé unninn eða ekki.

Minni vinnuskil sem nema rauðum dögum sem bera upp á virkan dag eru, eftir kerfisbreytinguna, hluti af vinnuskilum og er því ekki skráð fjarvist (vakt). Áður unnu þeir starfsmenn sem fengu bætingu umfram vinnuskyldu og þeir sem höfðu helgidagafrí söfnuðu upp frítöku (88 klst. á ári miðað við fullt starf).

Markmið með jöfnun vinnuskila eru meðal annars:

  • Fækka vinnustundum vaktavinnufólks til jafns á við dagvinnufólk sem almennt fær frí frá vinnu um helgar, á almennum frídögum og stórhátíðardögum.
  • Á flestum vinnustöðum vaktavinnufólks þarf áfram að standa vaktina á frídögum og stórhátíðardögum Vaktavinnufólk fær með þessu tækifæri til að taka frí jafnóðum eða á tímabili framlagðrar vaktskrár.
  • Gera starfsfólki kleift að ná með reglubundnum hætti endurheimt og hvíld frá störfum. Um jöfnun vinnuskila gildir:
  • Lækkun á vinnuskilum vegna sérstakra frídaga skal að jafnaði taka út innan tímabils vaktskrár. Með samkomulagi við starfsfólk er hægt að flytja tíma milli vaktskráa.
  • Starfsmaður getur óskað eftir því að safna upp vinnuskilum vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Óski starfsmaður eftir því skal hann tilkynna yfirmanni sínum það fyrir framlagningu vaktskrár þegar ávinnsla á sér stað. Geri hann það safnast upp tímar í vinnuskilum og starfsmaður vinnur umfram vinnuskyldu. Yfirmanni er skylt að verða við óskum starfsmanns enda verði því viðkomið vegna starfsemi stofnunar.
  • Miðað skal við að uppsafnaðir dagar nái ekki yfir lengra tímabil en þörf er á með hliðsjón af óskum starfsfólks og þörfum starfseminnar.
  • Á sumarorlofstíma er orlofsúttekt í forgangi umfram uppsöfnun vinnuskila vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga.

Jöfnun vinnuskila kemur í stað helgidagafrís og bætinga.

Sjá allt um jöfnun vinnuskila í leiðbeiningum stýrihóps (hlekkur á skjal).

Hvað er jöfnun vinnuskila? - mynd
Fara í áskrift