09.11.21

Hvernig breytast greiðslur til vaktavinnufólks þegar unnið er á rauðum dögum?

Vinna á stórhátíðum og helgidagafrí er einn af þáttunum sem tók breytingum með betri vinnutíma. Starfsfólk sem áður var á helgidagafríi fékk greitt álag fyrir sérstaka frídaga og stórhátíðardaga. Starfsfólk sem var hins vegar á bætingu áður fékk greidda yfirvinnu/stórhátíðarálag.

Breytingin á greiðslum tekur aðeins til þeirra sem áður voru á bætingu.

Eftir sem áður fær starfsfólk sem fékk helgidagafrí (stundum nefnt vetrarfrí) greitt álag fyrir vinnu á rauðum dögum. 

Hver og einn starfsmaður átti, fram að kerfisbreytingu í vaktavinnu, kost á að velja á milli þess að fá bætingu greidda fyrir helgidaga sem báru upp á virka daga eða helgidagafrí sem nam 11 dögum (88 klst.) fyrir fullt starf á ári.

  • Starfsmenn á bætingu fengu yfirvinnu greidda á þeim stórhátíðardögum sem ekki var unnið á og stórhátíðarkaup/yfirvinnu á þeim dögum sem unnið var, þar sem um vinnu umfram vinnuskyldu var að ræða.
  • Það tók eitt almanaksár að safna upp helgidagafríi til að taka út árið á eftir og ávinnast helgidagafrí ekki fyrir alla rauða daga á ári heldur reiknast sem meðaltal rauðra daga á 400 ára tímabili.

Starfsmaður, sem var fyrir 1.maí 2021 í hlutastarfi á bætingu og vill vinna jafnmikið eftir 1.maí 2021, þarf að auka starfshlutfall sitt sem nemur styttingu vinnuvikunnar, vægi vinnuskila utan dagvinnu og því sem nemur bætingu (að því gefnu að þörf sé til staðar, starfseminnar vegna). Aukning á starfshlutfalli sem nemur bætingu er um 3,5-4%.

Hér má sjá fréttir sem vísa annars vegar á greiðslur vegna helgidagafrís og breytingar sem orðið hafa á greiðslum vegna bætingar:

Hvað breytist við greiðslur launa vegna vinnu sem unnin er á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum vegna jöfnunar vinnuskila hjá þeim sem áður höfðu helgidagafrí? (Hlekkur á frétt)

Hvað breytist við greiðslur launa vegna vinnu á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum vegna jöfnunar vinnuskila hjá þeim sem voru áður á bætingu? (Hlekkur á frétt)

Hvernig breytast greiðslur til vaktavinnufólks þegar unnið er á rauðum dögum?  - mynd
Fara í áskrift