Dagvinna
Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir.
Við hámarks styttingu (4 stundir) verður grein 3.1 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili óvirk. Við lágmarks styttingu (13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku) haldast matar- og kaffitímar óbreyttir samkvæmt kjarasamningi.
Upplýsingar um breytingu á vinnutíma dagvinnufólks er að finna í fylgiskjali 1 þeirra stéttarfélaga sem sömdu um slíkt. Efnisinnihald fylgiskjalanna er nákvæmlega það sama en orðalag er lítillega frábrugðið milli samninga. Þá eru dæmin um útfærslu styttingar dagvinnu ekki alls staðar eins.

Umbótasamtal
Samtalspunktar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um umræðuefni samráðsfundar á stofnun.

Bæklingar
Gagnlegar leiðbeiningar við innleiðingu betri vinnutíma - hentugt til útprentunar.

Eyðublað vegna endurskoðunar
Eyðublað vegna endurskoðunar Betri vinnutíma í dagvinnu. Það er síðan sent viðkomandi ráðuneyti.