18.03.21
Mikilvæg atriði við gerð vaktaskýrslna
Nú þegar unnið er að skipulagningu vaktskráa fyrir fyrsta tímabilið í nýju kerfi sem tekur gildi 1. maí 2021 er rétt að minna á þau atriði sem mikilvægt er að hafa huga við gera vaktaskýrslna:
- Mönnunarþörf per vakt grundvallast af þörfum starfseminnar á grundvelli greiningu gagna.
- Huga þarf að lengd vakta við skipulag vinnu - Leiðbeiningar stýrihóps um lengd vakta.
- Huga þarf að samsetningu á hæfni og færni á hverri vakt
- Gæta skal jafnræðis í starfsmannahópnum við úthlutun vakta a.t.t. vægi vinnuskyldustunda og vaktahvata
- Huga þarf að jöfnun vinnuskila
- Vinnuskil per mánuð taki mið af vægi vinnuskyldustunda
- Hvíldartímalöggjöfina ber að virða í hvívetna - Leiðbeiningar stýrihóps vegna hvíldartímalöggjafar
- Vaktarúllur eða föst vaktkerfi gangi upp á sem næst 4-5 vikum
- Vaktarúllur eða föst vaktkerfi séu byggð upp án skipulagðrar yfirvinnu
Fræðslusíða um vaktakerfin hefur að geyma fræðsluefni fyrir vaktasmiði og starfsfólk sem notar vaktakerfin Vinnustund, Mytimeplan og Tímon.