Betri vinnutími
Stjórnun innleiðinga betri vinnutíma í vaktavinnu
Samkomulag um útfærslu vinnutíma vaktavinnufólks
Betri vinnutími í vaktavinnu er samstarfsverkefni allra opinberra launagreiðenda, það er ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga annars vegar og ASÍ, BHM, BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar. Stýrihópur verkefnisins er skipaður einum fulltrúa frá öllum samningsaðilum og í umboði hans starfar verkefnastjórn sem hefur meðal annars það hlutverk að stuðla að snurðulausri innleiðingu breytinganna fyrir alla. Starfandi eru fjölmargir undirhópar sem allir hafa sitt hlutverk, en þeir eru; matshópur, tæknihópur, þrír innleiðingarhópar og fræðsluhópur. Fundarstjórn verkefnisins er í höndum ríkissáttasemjara.
Nánari upplýsingar má finna hér:
Stýrihópur
Stýrihópur er skipaður fulltrúum samningsaðila og ber ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni samkomulags um útfærslu vinnutíma vaktavinnufólks samkvæmt fylgiskjali 2, dags. 4. mars 2020.
Stýrihópur starfar til loka samningstíma, tekur ákvarðanir á reglulegum fundum sínum og metur framvindu og árangur verkefnisins heildstætt, hvort sett markmið náist og forsendur standist.
Stýrihópurinn getur tekið ákvarðanir sínar á fjarfundi telji hann tilefni til þess.
Stýrihópur:
ASÍ Ragnar Ólason
BHM Maríanna H. Helgadóttir
BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Fíh Harpa Júlía Sævarsdóttir
Fjármála- og efnahagsráðuneyti Aldís Magnúsdóttir og Einar Mar Þórðarson
Reykjavíkurborg Harpa Ólafsdóttir og Kolbeinn Guðmundsson
Samband íslenskra sveitarfélaga Inga Rún Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (áheyrnarfulltrúi) Heiða Björg Vignisdóttir
Fundarstjóri er Helga Jónsdóttir
Verkefnastjórn - starfsmenn stýrihóps
Í umboði stýrihóps vinnur verkefnisstjórn sem hefur með heildarskipulag og daglega umsýslu verkefnisins að ráða og undirbýr mál fyrir fundi stýrihóps.
Verkefnisstjórn leggur minnisblöð, greiningar og tillögur skriflega fram fyrir fundi stýrihópsins til ákvörðunar. Sé brýnt að taka ákvarðanir milli funda stýrihópsins er hægt að leggja tillögur fyrir hann til skriflegrar afgreiðslu.
Verkefnastjórn: Bára Hildur Jóhannesdóttir, Bergþór Haukdal Jónasson og Dagný Aradóttir Pind.
Matshópur
Matshópur er hópur sérfræðinga sem hefur það hlutverk að framkvæma reglulegar mælingar á áhrifum kerfisbreytinganna á starfsfólk og starfsemi stofnana. Eftirfarandi lykilmælikvarðar liggja til grundvallar í störfum matshópsins.
Lykilmælikvarðar
Mánaðarlegir mælikvarðar sem taka mið af kerfinu í heild. Nánari greining: Stofnanir/vinnustaðir, stéttarfélag, starfshlutfallsbil, kyn og aldursbil
Mælikvarði |
Skýringar / athugasemdir |
Markmið |
Viðvörun |
Heildarlaunakostnaður |
Skv. niðurstöðu í heildarkostnaðarmatslíkani ríkisins m.v. núverandi stöðu |
Hækki sem nemur 7,1% |
+/- 0,5 prósentustig m.v. markmið |
Meðalstarfshlutfall |
Horfa á hreyfingu á milli mánaða, sama mánuð á milli ára og 12 mánuði aftur í tímann |
Aukning um 12 prósentustig |
<10 prósentustig |
Vaktahvati |
Áætlaður vaktahvati í kostnaðarmati (heildarlíkan) er 4,9% af heildarlaunakostnaði |
Vaktahvati 5% af heildarlaunakostnaði |
Vaktahvati <3% eða >7% af heildarlaunakostnaði |
Hlutfall (unninnar breytilegrar) yfirvinnu af heildarlaunakostnaði |
Hlutfall (unninnar breytilegrar) yfirvinnu af heildarlaunakostnaði er 12,5%. Gert er ráð fyrir því í heildarkostnaðarmati að staðin unnin yfirvinna myndi lækka um 5% |
Lækkar um 5% |
Stendur í stað/hækkar |
Samsetning unnina vinnustunda Hlutfall vinnuskyldustunda af heildarfjölda vinnustunda Hlutfall yfirvinnustunda af heildarfjölda vinnustunda |
Nánari greining á báðum þáttum: Meðaltalsstarfshlutfall og hlutfall unninnar breytilegrar yfirvinnu af heildarlaunakostnaði |
Aukist Dregst saman |
Stendur í stað/lækkar Stendur í stað/hækkar |
Mælikvarðar taka mið af tölum frá einum launagreiðanda, ríkinu. Mikilvægt er að gera upphafsgreiningu á lykilmælikvörðum fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög fyrir upptöku nýs kerfis. Þá kann að verða nauðsynlegt að aðlaga markmið mælikvarða að þeim greiningum.
Matshópurinn starfar til loka samningstímans og í honum sitja:
- Alda Margrét Hauksdóttir BHM
- Bergþór Haukdal Jónasson verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu
- Dagný Aradóttir Pind BSRB
- Einar Mar Þórðarson fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Helgi Aðalsteinsson Samband íslenskra sveitarfélaga
- Kolbeinn Guðmundsson Reykjavíkurborg
- Sigurjón Norberg Kjærnested SFV
- Þórir Gunnarsson ASÍ
Innleiðingarhópar
Á samningstímanum verða í umboði stýrihópsins starfræktir fjórir innleiðingahópar, einn með ríki og fulltrúum stéttarfélaga/heildarsamtaka, annar með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum stéttarfélaga/heildarsamtaka, sá þriðji með Reykjavíkurborg og fulltrúum stéttarfélaga/heildarsamtaka og sá fjórði með Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og fulltrúum stéttarfélaga/heildarsamtaka.
Innleiðingarhópur Reykjavíkurborgar:
Fulltrúar Reykjavíkurborgar eru: Harpa Ólafsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, Anna Guðmundsdóttir og Margrét Grétarsdóttir.
Frá ASÍ er Ragnar Ólason, frá BHM er Anna Lilja Magnúsdóttir, frá BSRB er Sonja Ýr Þorbergsdóttir og frá Fíh er Eva Hjörtína Ólafsdóttir.
Innleiðingarhópur Ríki:
Fulltrúar ríkis eru: Aldís Magnúsdóttir, Einar Mar Þórðarson, Halldóra Friðjónsdóttir, Dagmar Huld Matthíasdóttir, Guðmann Ólafsson, Marsilía Dröfn Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir og Helgi Þorkell Kristjánsson.
Frá ASÍ er Ragnar Ólason, frá BHM er Katrín Sigurðardóttir, frá BSRB er Sonja Ýr Þorbergsdóttir og frá Fíh er Harpa Júlía Sævarsdóttir.
Innleiðingarhópur Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru: Inga Rún Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir.
Frá ASÍ er Ragnar Ólason, frá BHM er Laufey Gissurardóttir, frá BSRB er Sonja Ýr Þorbergsdóttir og frá Fíh er Eva Hjörtína Ólafsdóttir.
Innleiðingarhópur Sambands fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV):
Fulltrúar SFV eru: Heiða Björk Vignisdóttir, Edda Björk Arnardóttir, Jakobína H. Árnadóttir, Sigrún B. Þorgrímsdóttir og Theodóra S. Theodórsdóttir
Frá ASÍ er Ragnar Ólason, frá BHM er Júlíana Guðmundsdóttir, frá BSRB er Gunnar Örn Gunnarsson og frá Fíh er Eva Hjörtína Ólafsdóttir.
Fundargerðir stýrihóps
Fundargerðir stýrihóps verða birtar hér.
- 59. fundargerð stýrihóps 20. október 2022 (PDF)
- 58. fundargerð stýrihóps 22. september 2022 (PDF)
- 57. fundargerð stýrihóps 25. ágúst 2022 (PDF)
- 56. fundargerð stýrihóps 23. júní 2022 (PDF)
- 55. fundargerð stýrihóps 2. júní 2022 (PDF)
- 54. fundargerð stýrihóps 19. maí 2022 (PDF)
- 53. fundargerð stýrihóps 7. apríl 2022 (PDF)
- 52. fundargerð stýrihóps 17. mars 2022 (PDF)
- 51. fundargerð stýrihóps 3. mars 2022 (PDF)
- 50. fundargerð stýrihóps 3. febrúar 2022 (PDF)
- 49. fundargerð stýrihóps 20. janúar 2022 (PDF)
- 48. fundargerð stýrihóps 9. desember 2021 (PDF)
- 47. fundargerð stýrihóps 25. nóvember 2021 (PDF)
- 46. fundargerð stýrihóps 11. nóvember 2021 (PDF)
- 45. fundargerð stýrihóps 28. október 2021 (PDF)
- 44. fundargerð stýrihóps 14. október 2021 (PDF)
- 43. fundargerð stýrihóps 23. september 2021 (PDF)
- 42. fundargerð stýrihóps 9. september 2021 (PDF)
- 41. fundargerð stýrihóps 17. ágúst 2021 (PDF)
- 40. fundargerð stýrihóps 10. ágúst 2021 (PDF)
- 39. fundargerð stýrihóps 22. júní 2021 (PDF)
- 38. fundargerð stýrihóps 15. júní 2021 (PDF)
- 37. fundargerð stýrihóps 1. júní 2021 (PDF)
- 36. fundargerð stýrihóps 25. maí 2021 (PDF)
- 35. fundargerð stýrihóps 18. maí 2021 (PDF)
- 34. fundargerð stýrihóps 11. maí 2021 (PDF)
- 33. fundargerð stýrihóps 4. maí 2021 (PDF)
- 32. fundargerð stýrihóps 27. apríl 2021 (PDF)
- 31. fundargerð stýrihóps 20. apríl 2021 (PDF)
- 30. fundargerð stýrihóps 13. apríl 2021 (PDF)
- 29. fundargerð stýrihóps 8. apríl 2021 (PDF
- 28. fundargerð stýrihóps 23. mars 2021 (PDF)
- 27. fundargerð stýrihóps 16. mars 2021 (PDF)
- 26. fundargerð stýrihóps 9. mars 2021 (PDF)
- 25. fundargerð stýrihóps 2. mars 2021 (PDF)
- 24. fundargerð stýrihóps 24. feb. 2021 (PDF)
- 23. fundargerð stýrihóps 16. feb. 2021 (PDF)
- 22. fundargerð stýrihóps 2. feb. 2021 (PDF)
- 21. fundargerð stýrihóps 27. jan. 2021 (PDF)
- 20. fundargerð stýrihóps 20. jan. 2021 (PDF)
- 19. fundargerð stýrihóps 13. jan. 2021 (PDF)
- 18. fundargerð stýrihóps 5. jan. 2021 (PDF)
- 17. fundargerð stýrihóps 15. des. 2020 (PDF)
- 16. fundargerð stýrihóps 2. des. 2020 (PDF)
- 15. fundargerð stýrihóps 18. nóv. 2020 (PDF)
- 14. fundargerð stýrihóps 3. nóv. 2020 (PDF)
- 13. fundargerð stýrihóps 20. okt. 2020 (PDF)
- 12. fundargerð stýrihóps 6. okt. 2020 (PDF)
- 11. fundargerð stýrihóps 22. sept. 2020 (PDF)
- 10. fundargerð stýrihóps 8. sept 2020 (PDF)
- 9. fundargerð stýrihóps 1. sept. 2020 (PDF)
- 8. fundargerð stýrihóps 18. ágúst 2020 (PDF)